Um okkur

EXTOR verkefnið er þrjátíu mánaða verkefni sem Evrópusambandið fjármagnar í gegnum ERASMUS+ áætlunina KA220-VET – „Samstarfsverkefni um starfsmenntun og starfsþjálfun” (samningsnúmer: 2023-1 -IT01-KA220-VET-000154283).

Ferðaþjónustan tekst á við margvíslegar utanaðkomandi áskoranir. Óvæntar náttúruhamfarir og faraldrar geta og hafa haft umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu, ógnað yfir 6 milljónum starfa í Evrópu sem valda djúpstæðum breytingum á lífi fólks. Ferðaþjónusta í dreifbýli nýtur góðs af staðbundnum stuðningi við nýsköpun tengt staðbundnum matvælum, menningu og sterkari samfélagsvitund í smærri samfélögum.

Þjálfun og endurmenntun starfsmanna er lykilatriði fyrir samkeppnishæf hagkerfi og velferð og til að styðja við umhverfisvernd og innleiðingu stafrænna lausna.

EXTOR verkefnið miðar að því að auka færni starfsfólks til að vinna með utanaðkomandi áskoranir með því að bjóða upp á blandað nám, styðja við atvinnuuppbyggingu ferðaþjónustuaðila í dreifbýli og á jaðarsvæðum.

Eins og fram kemur í skýrslu Sameinuðu þjóðanna í tilefni dags ferðaþjónustunnar 2022 (UNWTO – World Tourism Day 2022) þá varð COVIC heimsfaraldurinn hvati til endurbóta í ferðaþjónustunni. Ferðaþjónusta gegnir lykilhlutverki fyrir sjálfbærni, velferð og hagvöxt í dreifbýli. Ferðaþjónustan er í eðli sínu þverfagleg og nátengd öðrum atvinnugreinum og er ein af stoðum efnahagslífs í Evrópu.

Woman and man looking at scenic view of Gordes village in Provence
Bike excursion on country road in Val d'Orcia with electric Mountain bike Tuscany, Italy

EXTOR verkefninu er ætlað að stuðla að samlegð milli menntunar, æskulýðs- og íþróttastarfs með því að þróa:

  • Gagnvirkt kort með dæmisögum frá samstarfslöndunum;
  • Námsskrá og opið menntaefni sem styður við nærandi ferðaþjónustu, innleiðingu stafrænna lausna og hönnun á upplifun;
  • Tækifæri fyrir nemendur í starfsnámi til að tengjast fyrirtækjum í samstarfslöndunum og nýta þekkingu sína;
  • Skapa vettvang fyrir tengslamyndun, þar sem hagaðilar á borð við sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum varðandi framtíðarþróun í sínu nærsamfélagi;
  • EXTOR vefsíðan mun bjóða upp á gagnvirkt nám og samskipti.