Markmið

Markmið EXTOR verkefnisins eru að:

  • hvetja til þess að samstarfslönd í Evrópu miðli dæmum af góðum starfsháttum, greina fræðsluþarfi í starfsnámi, stuðla að innleiðingu umhverfisvænna og sjálfbærra lausna og skapa nýjan vettvang fyrir virðisaukandi samskipti og samstarf. Stuðla að framþróun og færniuppbyggingu meðal starfsmanna í ferðaþjónustu með áherslu á staðbundnar auðlindir og upplifanir;
  • efla starfsþjálfun (VET) í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem mætir breyttum áherslum atvinnulífs og samfélags og stuðlar að færniuppbygingu fræðsluaðila er kemur að þjálfun, námsefni og leiðsögn varðandi stafræna þróun á stjórnunarferlum og markaðsetningu;
  • auðvelda upplýsingaöflun um starfsþjálfun með því að skapa vettfang til að setja saman sérsniðna fræðsluáætlun byggða á ólíkum námsleiðum og fellur vel að vinnutíma og starfsemi ferðaþjónustunnar. Byggt á opnu menntaefni og leiðbeiningum EXTOR eiga fræðsluaðilar að geta aðlagað afurðir verkefnisins að þörfum þátttakenda og sem stuðning við áframhaldandi starfsþjálfun.