ReadLab Brussels
ReadLab Brussel ReadLab Brussels er rannsóknar- og þróunarstofnun staðsett í hjarta Evrópu, Brussel. Við veitum tækniaðstoð til opinberra aðila og einkaaðila á fjölmörgum sviðum, með það að markmiði að ná fram efnahagslegum og félagslegum vexti og mælanlegum áhrifum.
Meginmarkmið okkar er að bjóða hágæða þjónustu til stofnana- og einkaaðila um allan heim og styðja þá í að efla umbótaferli sín er kemur að skipulagsbreytingum, alþjóðavæðingu og almennum vexti.
Starfssvið, sérfræðiþekking og þjónusta:
– Fræðsla
– Verkefnastjórnun
– Stjórnun nýsköpunar
– Megindlegar og eigindlegar rannsóknir og greining
– Gæðatrygging og mat
– Upplýsinga- og samskiptatækni
– Ráðgjöf um opinbera stefnumótun
– Þjónusta við markaðssetningu, herferðir, almannatengsl og miðlun þekkingar
ReadLab Brussel er samansett af þverfaglegu teymi sérhæfðs fagfólks á sviði verkfræði, samskiptatækni, menntunar og félags- og stjórnmálafræði með langa reynslu af ráðgjöf og verkefnastjórnun innlendra, ESB-styrktra og alþjóðlegra verkefna. Við höfum unnið með fjölmörgum einkafyrirtækjum, opinberum stofnunum og sjálfseignarstofnunum í Evrópu, Norður-Afríku, Suðaustur-Asíu og Kyrrahafi og á Vestur-Balkanskaga, yfirfært tæknilega þekkingu og hannað nýjar vörur. Stofnunin byggir á fjölbreyttri reynslu og sérfræðiþekkingu.