Olympic Training & Consulting
Olympic Training & Consulting Olympic Training var stofnað árið 1995 í Pyrgos, Elis sem miðstöð starfsmenntunar og hefur síðan þróast í þjálfunar- og ráðgjafaraðila. Markmiðið er að stuðla að fjárfestingu í mannauði, starfs- og frumkvöðlaþróun, sem og að berjast gegn félagslegri einangrun. Til að ná markmiðum sínum tekur félagið virkan þátt í innlendum og evrópskum samstarfs- og samfélagsverkefnum, og samþættum áætlunum sem tengjast inngildingu viðkvæmra hópa og í afstöðurannsóknum eða miða að yfirfærslu nýsköpunar, góðra starfshátta og þekkingar tengdri símenntun og frumkvöðlastarfi.
Olympic Training stuðlar að hagnýtum rannsóknum og innleiðingu nýstárlegra aðferða á sviði fullorðinsfræðslu innanlands og í Evrópu auk þess að bjóða upp á símenntun og starfsþjálfun.
Félagið veitir ráðgjöf og stuðning til hagaðila í dreifbýli innan CAP og IACS landsbyggðaráætlunarinnar sem styður nýsköpun og aðkomu ungs fólks að landbúnaði.
Yfir 25.000 nemendur hafa fengið þjálfun og lokið yfir 4.500.000 vinnustundir í starfsmenntun hjá Olympic Training.
Olympic Training eru vottaðir símenntunar- og starfsnámsaðilar (KDVM-IACS-KYD). Öll starfsemin fylgir stöðlum ISO 9001:2015 ISO 27001:2013 og ISO 27701:2019.
Olympic Training Stefnir á að leita ávallt leiða til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.