general-image

Institute for the Promotion of Development and Training

Institute for the Promotion of Development and Training INFODEF er einkarekin og óháð miðstöð rannsókna, þróunar og nýsköpunar sem hefur það hlutverk að hanna og vinna verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun og inngildingu með menntun, menningu og nýsköpun.

Miðstöðin hannar og þróar nýstárleg tæki, aðferðafræði, vörur og þjónustu sem bregðast við núverandi félagslegum og efnahagslegum áskorunum og gera okkur kleift að sjá fyrir og knýja fram þær breytingar sem þarf til að ná framtíðarmarkmiðum samfélagsins.

INFODEF styður nútímavæðingu menntakerfa og nýsköpun í kennslufræði hjá bæði opinberum og einkareknum menntastofnunum á landsvísu og í Evrópu. INFODEF býr yfir sérfræðiþekkingu er kemur að þróun á fræðslustarfi, aðferðafræði, námsefni og námsskrám sem byggja á EQF og ECVET hæfniviðmiðunum, þróun matsaðferða og sannprófun á, grunn-, lykil-, þver- og hæfniviðmiðum. Auk þess að búa yfir fagþekkingu á færn til að þróa nýjungar í upplýsinga- og samskiptatækni, starfs- og verknámi, frumkvöðlamenntunar, og aðferða til að meta gæði, viðurkenna og staðfesta óformlegt nám sem og formlegar námsbrautir.

INFODEF er samstarfsaðili í AEICE www.aeice.org, hóps fyrirtækja, rannsóknar- og þróunarmiðstöðva, háskóla og opinberra stjórnsýsluaðila sem vinna að félagslegri og efnahagslegri þróun, nýsköpun, alþjóðavæðingu, þjálfun og samskiptum á ýmsum sviðum : og hannaði „4.0, heritage, manufacturing industry and equipment, building refurbishment, circular economy, ECCN and friendly environments“.

Archives

Categories