Einurd
Einurð Einurð var stofnuð árið 2010, eru óhagnaðardrifið einkahlutafélag sem vinnur að fullorðinsfræðslu og samfélagsþróun. Við byggjum á samstarfi við sérfræðinga í stjórnun, sjálfbærni, rannsóknum, menntun og þjálfun. Einurð vinnur fyrst með óhagnaðardrifnum félögum, þar á meðal menntastofnunum frá leikskólum til háskóla, miðstöðum símenntunar og samfélagsþróunar. Starfsemi okkar felur í sér ráðgjöf, rannsóknir, kannanir, jafnlaunavottun, vinnu við þróun á námsskrám, námsefni og kennsluaðferðum. Einurð býður einnig upp á þjónustu verkefnastjóra fyrir ýmis staðbundin og fjölþjóðleg verkefni.